Landsnet: Breiðadalslína 1 – jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum

Frá Borgarfirði í Arnarfirði.

Landsnet mun leggja jarðstreng í Dýrafjarðargöng á Vestfjörðum. Mun strengurinn leysa af hólmi hluta Breiðadalslínu 1, þar sem aðstæður eru erfiðar og þannig auka öryggi flutningskerfisins á Vestfjörðum.

Framkvæmdir við göngin hófust árið 2017, og áætlað er að strengurinn verði lagður í ársbyrjun 2020 en jafnframt er áætlað að vinnu við göngin ljúki síðla það ár. Kostnaður er að sögn Víðsis Más Atlasonar 285 milljónir króna.  Ekki liggur fyrir hvenær strengurinn verður spennusettur en væntanlega innan fimm ára.

DEILA