Landsbyggðin neytir mun meira af mjólkurvörum

Yfir helmingur landsmanna neytir mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði samkvæmt umhverfiskönnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. maí – 29. maí 2019. Tæplega einn af hverjum fimm neyta sjaldan eða aldrei mjólkurvara eða rauðs kjöts og nærri fjórðungur landsmanna segir fisk sjaldan eða aldrei vera hluta af sínu daglega mataræði.

Svörin reyndust nokkuð mismunandi eftir búsetu rétt eins og þau voru þegar spurt var um áhyggjur af hlýnun jarðar sem spurt var um í sömu könnun.

Landsbyggðin: meiri mjólkurvörur og minna vegan

Svarendur af landsbyggðinni reyndust líklegri til að segja mjólkurvörur (64%) og rautt kjöt (54%) oft eða alltaf vera hluta af sínu daglega mataræði en þau af höfuðborgarsvæðinu (53% mjólkurvörur; 46% rautt kjöt). Íbúar höfuðborgarsvæðisins reyndust aftur á móti líklegri til að segjast oft eða alltaf neyta grænmetisfæðis (38%) og veganfæðis (10%) heldur en svarendur búsettir á landsbyggðinni (27% grænmetisfæði; 2% veganfæði).

Þá er áberandi hvað unga fólkið borðar meira af grænmeti og lífræmu fæði en þeir sem eldri eru.

DEILA