Kríuvarp misfórst í Bolungavík

Krían sést ekki lengur á varpsvæðinu í Bolungarvík og virðist sem varpið hafi misfarist þetta árið. Vanalega verpir krían 2 eggjum í júní-júlí sem klekjast eftir 21-24 daga og því ætti hún ætti því að vera á fullu í ungauppeldi um þetta leiti eins og á Ísafirði.

Ekki hafði farið fram hreiðurtalning á svæðinu þetta árið en yfir 500 pör hafa verpt þar undanfarin ár.  Ekki hefur fundist einhlýt skýring á misfari varpsins en hugsanlega liggja fleiri en ein ástæða að baki.

FRá þessu er greint á vef Náttúrustofu Vestfjarða.

Christian Gallo, starfsmaður Náttúrustofunnar sagði í samtali við Bæjarins besta að hann hefði ekki skýringar á þessu, en nefnt hefði verið við hann að refur og/eða minkur hefðu verið á ferli en sjálfur hefði hann ekki orðið hans var.

Krían er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum.

DEILA