Kjötsúpuhátíð á Hesteyri á laugardaginn

Frá kjötsúpuhátíð á Hesteyri.

Um Verslunarmannahelgina verður hin sívinsæla Kjötsúpuhátíð á Hesteyri haldin hátíðleg. Hátíðin fer fram laugardaginn 3. ágúst 2019. Það eru Hrólfur Vagnsson og Roland Smelt sem matreiða Kjötsúpuna eftir uppskrift ættmóðurinnar Birnu Hjaltalín Pálsdóttur.
Eftir súpuna er boðið upp á kaffi og nýbakaðar pönnukökur með sykri og svo verður hin skemmtilegasta dagskrá sem Birna Hjaltalín Pálmadóttir og Soffía Vagnsdóttir stýra. Þar verða leikir, söngur, fíflagangur og almennt glens og gaman uns gengið er í fjöru þar sem tendraður verður varðeldur og sungið fyrir hafið.

Það verður siglt frá Bolungavík til Hesteyrar með Hauki Vagnssyni á Hesteyri ÍS 95. Siglingin tekur aðeins um klukkustund.
Hægt verður að velja á milli þriggja brottfarartíma kl 12, kl 14 og kl 16.  Farið verður til baka kl 20, kl 22 og kl 24.

Sætafjöldi er takmarkaður. Frekari upplýsingar hjá:
-Haukur Vagnsson í síma 862 2221
-Hrólfur Vagnsson í Læknishúsinu í síma 899 7661

DEILA