Kærur í Árneshreppi: fimm nöfn á báðum kærum

Eyri í Ingólfsfirði. Mynd: visir.is

Tvær kærur hafa verið lagðar fram til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál varðandi Hvalárvirkjun. Í annarri kæra 10 eigendur að jörðinni Drangavík ákvarðanir Árneshrepps um að veita framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknum og að samþykkja deiliskipulag.

Í hinnu kærunni eru það fimm eigendur að íbúðarhúsi og verksmiðjuhúsi í landi Eyrar í Ingólfsfirði sem kæra framkvæmdaleyfi Árneshrepps um að veita leyfi fyrir framkvæmdum á 16 km vegarkafla  frá Eyri að Hvalá í Ófeigsfirði.

Athyglisvert að allir fimm sem sem standa að seinni kærunni eru líka kærendur í fyrra málinu, eru sem sé bæði eigendur húsa á Eyri og jarðarinnar Drangavíkur.

Það eru Halldór Kristján Ingólfsson, Guðjón E. Ingólfsson, Ingunn Hinriksdóttir, Lára Valgerður Ingólfsdóttir og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir.

Hinir fimm í Drangavíkurmálinu eru Ásdís V. Sigtryggsdóttir, Gunnar Ólafur Bjarnason, Karl Sigtryggsson, Ólafur Gunnarsson og Sigríður Sveinsdóttir.

Alls eru kærendur í málunum tveimur ekki 15 eins og ætla mætti heldur 10.

Þá kemur Lára V. Ingólfsdóttir víðar við í þessu andófi gegn Hvalárvirkjun. Lára er stjórnarmaður í Ófeig náttúrurvernd sem tilkynnt voru í október 2018 sem ný náttúruverndarsamtök sem eru gagngert stofnuð til að vinna gegn virkjunaráformum og fyrir ósnertum víðernum Ófeigsfjarðarhálendisins.

Lára var svo ein þeirra mörgu sem flutti lögheimili sitt í Árneshrepp fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en var felld af kjörskrá.

Að lokum þá er formaðurinn í Ófeig náttúruvernd enginn annar er aðstoðarmaðurinn fyrrverandi hjá Umhverfisráðherranum, Sif Konráðsdóttir.

DEILA