Kæra fjögurra umhverfissamtaka: vanhæfi og refsiverð fyrirheit

Frá síðasta aðalfundi Landverndar.

Í kæru fjögurra Landverndar, Náttúrurverndarsamtaka Íslands, Rjúkandi og Ungir umhverfissinnar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál vegna leyfis Árneshrepps til rannsókna í sumar vegna Hvalárvirkjunar eru raktar margar ástæður fyrir því að fella eigi framkvæmdaleyfið úr gildi.

vanhæfi

Meðal ástæðnanna er að einn hreppsnefndarmaður sem greiddi atkvæði með framkvæmdaleyfinu hafi verið vanhæfur að mati kærenda. það er rökstutt með því að hrepspnefndarmaðurinn hafi lýst því yfir opinberlega, áður en röksemdir og andmæli lágu fyrir að hann væri hlynntur breytingunum. Þá hafi hann átt í viðskiptum við VesturVerk ehf og m.a. leigt þeim sexhjól og unnið við dýptarmælingar fyrir hugsanlega höfn við Hvalá. Loks er það talið til vanhæfisástæðna að VesturVerk ehf hafi lýst því yfir að leitast verði við að fá heimamenn til þess að vinna viðhaldsvinnu m.a. sérfræðingi á véla- og rafmagnssviði. Þar komi enginn annar til greina en umræddur hreppsnefndarmaður.

gjafir

Önnur ástæða sem tilgreind er fyrir ógildingu framkvæmdaleyfisins eru svokölluð samfélagsverkefni sem VesturVerk ehf hafi lýst yfir að fyrirtækið muni vinna. Þar má nefnda þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð og Krossanes, ljósleiðaratengingu, hitaveitu frá Krossanesi í Norðurfjörð auk 16 heimtauga og endurnýjun á klæðningu á skólahúsi í Trékyllisvík. Segir í kærunni að það sé refsivert  að gefa, lofa eða bjóða opinberum  starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta það ógert sem tengist opinberum skyldum hans. Vegna fámennis hreppsins séu samfélagsverkefni ekki réttnefni heldur sé um að ræða gjafir til einstakra íbúa hreppsins. Sveitarstjórnarmennirnir séu opinberir starfsmenn og þeir séu meðal þeirra sem eiga að fá þessar gjafir.

kæra landeigenda Drangavíkur

Þá er sérstaklega talið fram kærunni til stuðnings að 10 landeigendur Drangavíkur hafi kært framkvæmdaleyfið þar sem þeir telji sig eiga land sem fellur undir framkvæmdasvæðið og virkjunarréttindi. Telja kærendurnir fjórir að þar með skorti heimild landeigenda.

DEILA