Jakob Valgeirs mótið í golfi

Jakob Valgeirs mótið í golfi var leikið á Syðridalsvelli í Bolungarvík á laugardaginn. Einmuna blíða lék við keppendur með sólskini, logni og suðrænu hitastigi. Mótið er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni í golfi og var þátttaka mjög góð, en 47 keppendur þreyttu keppni á golfvelli Bolvíkinga.

Í höggleik karla sigraði heimamaðurinn Wirot Khianasntihaia á 76 höggum. Í punktakeppni með forgjöf sigraði Styrmir Páll Sigurðarson á 45 punktum en án forgjafar sigraði Ragnar Þór Ragnarsson á 32 punktum.

Í kvennaflokki sigraði Björg Sæmundsdóttir í höggleik á 96 höggum, og sigraði hún einnig í punktakeppni án forgjafar með 15 punktum.

Í unglingaflokki sigraði Jón Gunnar Kanishka Shiransson á 86 höggum, sem sigraði jafnframt í punktakeppni 22 punktum.

Jakob Valgeir ehf er sjávarútvegsfyrirtæki í Bolungarvík sem gerir út togarann Sirrý ásamt línubátum og framleiðir sjávarafurðir til útflutnings, aðalega á Spánarmarkað. Fyrirtækið er meginstoð atvinnulífs í Bolungarvík og er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

DEILA