Ísafjörður: Skógræktarfélagið fær umbeðið svæði

Horft á Hafrafellsháls og Kubba.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi Skógræktarfélags Ísafjarðar um 2,3 ha svæði á Hafrafellshálsi til skógræktar. Félagið hyggst planta furu og birki undir merkjum landgræðsluskóga og gera svæðið þannig álitlegra.

Þá tekur bæjarráðið vel í aðra hugmynd Skógræktarfélagsins um að rækta stærra svæði 8,5 ha að stærð.  Bæjarráð lýsti yfir vilja til þess að Skógræktarfélag Ísafjarðar fái svæðið sem skilgreint er meðfylgjandi  mynd í greinargerð til skógræktar og vinni að því með Ísafjarðarbæ að gera svæðið að útivistar- og útsýnissvæði.

DEILA