Ísafjarðarbær sýknaður af kröfu Norðurtangans

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku Ísafjarðarbæ af kröfum hraðfyrstihússins Norðurtanga ehf. Norðurtanginn krafðist þess að bærinn greiddi leigu að fjárhæð um 5,5 milljónir króna fyrir húsnæði frá 2016 til 2018. Þá var krafist viðurkenningar á því að bænum bæri að greiða leigubætur til 2026 að frádreginni leigu sem kærandi kynni að fá fyrir húsnæðið á því tímabili.

Norðurtanginn var dæmdur til þess að greiða bænum 2 milljónir króna í málskostnað.

Ísafjarðarbæ rifti samningi 2017 þar sem Byggðasafn Vestfjarða nýtti ekki húsnæðið eins og til stóð. Gert var nýtt samkomulag um uppgjör á ógreiddri húsaleigu ogfermetrafjölda sem yrðu áfram í leigu. Segir í dómnum að ekki verði öðruvísi litið svo á að nýtt samkomulag aðila hafi tekist um leigu út samningstímann. Norðurtanginn bar því að samkomulagið hefði ekki verið undirritað en dóurinn féllst ekki á það.

Bergþóra Ingólfsdóttir kvað upp dóminn.

 

DEILA