Bönd og hælar, sem afmarka svæði þar sem fornminjar eru, og tekin voru niður í Ingólfsfirði í síðustu viku hafa verið sett upp aftur. Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur staðfestir það. Hún fór norður á laugardaginn og segir að hún hafi að þessu sinni verið með borða sem eru greinilegri og meira áberandi en fyrri borðar.
Hælar og bönd voru tekin niður á nokkrum stöðum í Ingólfsfirði með þeim afleiðingum að fornminjasvæði voru ekki lengur afmörkuð. Verktaki mátti því ekki nálgast þau svæði fyrr en búið var að merkja þau aftur. Ekki er talinn neinn vafi á því, samkvæmt heimildum Bæjarins besta, að hælarnir og böndin voru tekin niður.
Friðrik Friðriksson hjá Vesturverki ehf segir að verkið gangi vel. Vegurinn í Ingólfsfirði sé lagfærður, drenaður og teknar nibbur og verstu beygjurnar lagfærðar. Hann býst við því að nálgast Seljanesi í lok vikunnar.