Hvalárvirkjun: öllum stöðvunarkröfum vísað frá

Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál var rétt í þessu að vísa frá öllum kærum þar sem krafist var stöðvun framkvæmda í sumar. Kærurnar sjálfar á útgefin framkvæmdaleyfi verða nú teknar til efnislegrar meðferðar hjá nefndinni og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast að nýju  vorið 2020.

Birna Lárusdóttir, upplýsingarfulltrúi Vesturverks ehf segist vera mjög ánægð með niðurstöðuna og að hún sé í samræmi við það sem Vesturverk hafi talið að yrði. Það sé engin fótur fyrir þessum kröfum.

„Þetta er áfangasigur fyrir okkur. Málflutningur okkar hefru greinilega náð í gegn. Höldum áfram og byrjun strax á mánudaginn.“ Í sumar verður unnið að vegagerð, sett ný brú yfir Hvalá  og öðru sem þarf til svo rannsóknir geti farið fram. Rannsóknirnar sjálfar  verða næsta sumar.

 

DEILA