Hvalá: vegabætur samkvæmt áætlun í gær

Horft yfir Ingólfsfjörð. Mynd: Jón Halldórsson.

Vesturverk ehf hóf i gær aftur að vinna að lagfæringum á Ófeigsfjarðarvegi frá Eurarhálsí í Ingólfsfirði að Hvalá í Ófeigsfirði. Að sögn Birnu Lárusdóttur fór dagurinn í undirbúning og aðdrætti og verður byrjað á morgun af fullum krafti.

Allt var með kyrrum kjörum í Íngólfsfirði í dag eins og sjá má á myndinni sem Jón Halldórsson tók, þrátt fyrir yfirlýsingar einstakra andstæðinga Hvalárvirkjunar um aðgerðir til truflunar.

Þó mátti sjá á facebook í gærkvöldi frá einum andstæðingu Hvalárvirkjunar ákall um að fá náttúruverndara norður í Árneshrepp. Viðkomandi svaraði ekki spurningum um til hvers náttúruverndararnir ættu að koma.

DEILA