Tvær nýjar kærur hafa borist til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál varðandi áform um virkjun Hvalár.
Eru þær frá Fornaseli ehf þinglýstum eiganda jarðarinnar Dranga í Árneshreppi og eigendum jarðarinnar Seljaness í Árneshreppi. Undir báðar kærurnar ritar Guðmundur Arngrímsson.
Í báðum kærunum er kært framkvæmdaleyfi á 16 km vegarkafla vegar F649 frá brekku ofan Eyrar við Ingólfsförð að Hvalá í Ófeigsfirði og einnig er kært leyfi til brúargerðar á Hvalá iðnaðarsvæðis við Hvalá og 25 km vegar upp Strandarfjöll og um Ófeigsfjarðarheiði að þremur stöðuvötnum og efnistökuleyfi.
Krafist er að framkvæmdaleyfi verði fellt úr gildi og ennfremur að framkvæmdar verði þegar stöðvaðar meðan kærunar eru til meðferðar hjá úrskurðarnefndninni.
Kærurnar eru mjög samhljóða hvað varðar rökstuðning. Vísað er til annarra framkominna kæra varðandi atvik og málsástæður. Eigendur Seljaness gera athugasemdir við svo viðamiklar endurbætur á veginum sem geti truflað menningartengda ferðaþjónustu sem sé stunduð í Seljanesi með opinberum styrkjum og geti líka truflað gönguferðir sem skipulagðar eru frá enda vegarins af áhugamannafélagi stofnuðu 1927 með vinsælan gistskála í sveitarfélaginu. Segir að engin lagaheimild sé til að breyta eðli vegarins og notkun í aðkomuveg að virkjanasvæði með vinnuvélaumferð. „Gríðarleg sjónræn áhrif yrðu frá vegi upp Strandarfjöll og iðnaðarsvæði sem blasa myndi við frá Seljanesi.“
Þá segir að „Auk eignars og grendarréttar vísa kærendur til frelsis til skoðana og sannfæringar sem verndað er af 73. gr. stjórnarskrárinnar sbr. einnig dóma MDE í Chassagnou gegn Frakkandi 29. apríl 1999 og Herrmann gegn Þýskalandi 26 . júní 2012.“
Varðandi kæru Fornasels ehf segir að syðsti hluti jarðarinnar Dranga sé landslagsverndarsvæði skv. 50 grein Náttúruverndarlaga og vegalagningin að Eyvindarfjarðarvatni þmuni skerða myndi óbyggð víðerni innan jarðarinnar Dranga og hamla lögmæltu og yfrstandandi friðlýsingarferli hennar skv. 46. gr. náttúruverndarlaga.
Í báðum kærunum er því haldið fram að kærandi eigi lögvarða hagsmuni að verja og teljist því aðili máls.