Hlaupahátíð á Vestfjörðum lauk í gær

Mynd af skipuleggjendum hlaupsins.

Í gær lauk hlaupahátíðinni á Vestfjörðum með keppni í  Vesturgötuhlaupinu í blíðskaparveðri. Alls luku 218 keppendur hlaupinu í dag og er það metþátttaka.

Sigurvegarar í 45 km hlaupinu voru þau Sigurjón Ernir Sturluson og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, en í 24 km hlaupinu voru það þau Vilhjálmur Þór Svansson og Elín Edda Sigurðardóttir sem hlupu hraðast.
Hlynur Guðmundsson og Þórdís Kristinsdóttir urðu svo hlutskörpust í 10 km hlaupinu,

Þríþrautakapparnir kláruðu einnig sína þraut en það voru þau Ingvi Jónasson og Berglind Björg Harðardóttir sem sigruðu en keppnin var mjög jöfn í ár en alls kláruðu 26 einstaklingar þríþrautina sem er met.

Alls voru um 600 einstaklingar skráðir til keppni um helgina og voru margir þeirra skráðir í fleiri en eina grein og telst aðstandendum hátíðarinnar til að þetta sé stærsta hátíðin til þessa.

Myndir: Hlaupahátíð á Vestfjörðum og Eggert Stefánsson.

Sigurjón Ernir Sturluson var langfyrstur og hér er kann kominn upp á Álftamýrarheiðina í 544 m hæð.
10 Km hlaupararnir voru ræstir við Svalvogavita..
DEILA