Hefur komi 72 sinnum til Íslands

David Coughanour - Þorri.

Bandaríkjamaðurinn David Coughanour hefur komið 72 sinnum til Íslands. Hann kom fyrst til landsins 1973 með Loftleiðum og gisti hér á leið sinni milli Bandaríkjanna og Evrópu.

Bæjarins besta hitti David á Dýrafjarðadögum um helgina. Hann gisti á þingeyri ásamt íslenskum vinahjónum sínum.  Hann hefur ferðast til 69 landa og segir að Ísland sé uppáhaldslandið sitt.  David, sem starfar sem verkfræðingur,  hefur mikið dálæti á Íslandi, hefur mjög oft komið til landsins og á íbúð í Reykjavík.

David talar allgóða íslensku sem hann hefur lært í málaskóla og hefur tekið sér íslenskt nafn, Þorri.

Bæjarins besta spurði Þorra að því hvað honum líkaði best við landið. Ekki stóð á svörum:

„Hreint loft og vatn, fámenni, lítil afbrotatíðni, útsýnið, loftslagið og engar moskítóflugur.“

 

DEILA