Háskólasetur Vestfjarða: Hvað eru nemendur að gera í sumar?

Nemendur í meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun hafa nú lokið námskeiðum og eru í óða önn að hefja vinnu við lokaverkefni sín. Í meistaranáminu við Háskólasetrið fá þeir tækifæri til að útfæra meistaraprófsverkefni sín frá grunni og geta því valið sér viðfangsefni hvar sem er í heiminum. Af tuttugu og tveimur nemendum sem nú hefja vinnu við lokaverkefni munu ellefu vinna þau á Íslandi. Af þessum ellefu munu fimm vinna verkefni hér á Vestfjörðum.

Hér verða tveir nemendur af þessum fimm kynntir:

Erin Kelly rannsakar fólksflutninga ungs fólks á Vestfjörðum og hugmyndir þess um atvinnumöguleika í sjávarútvegi á svæðinu. Þetta er mikilvægt vegna þess að fækkun ungs fólks ógnar byggðakjörunum. Aukin skilningur á mynstri fækkunar ungs fólks getur reynst dýrmætur til að bregðast við, snúa þróuninni við og bæta efnhagslega stöðu Vestfjarða. Leiðbeinandi Erin er dr. Þóroddur Bjarnason við Háskólann á Akureyri.

Jamie Carroll rannsakar tjalda í kringum Pollinn á Ísafirði. Þetta er mikilvægt til þess að skilja betur hvernig tjaldar nýta bæði strand- og landauðlindir og hvernig þetta gæti breyst og haft áhrif á tímgun. Slíkar upplýsingar geta skipt máli til að skilja betur vistfræði tjaldsins og sem lóð á vogarskálarnar við stjórnun búsvæða hans. Leiðbeinandi Jamie er dr. Verónica Méndez hjá Rannsóknarsetri HÍ á Suðurlandi.

Sex nemendur til viðbótar vinna að íslenskum viðfangsefnum utan Vestfjarða. Þar á meðal er rannsókn á höfrungum við Skjálfandaflóa, á æðarfuglum á Suðurlandi og selaskoðunarferðamennsku á Hvammstanga. Hinir ellefu nemendurnir vinna svo að rannsóknum um allan heim. Meðal verkefna má nefna rannsóknir á ágengum rækjustofnum við Grikkland, sjókvíaeldi í Norður-Ameríku, fiskeldiskerfum sem endurnýta vatn (RSA aquaculture) í Finnlandi, og fiskveiðum frumbyggja í Kanada.

DEILA