Um helgina þurfti varðskipið Þór að fara til Fljótavíkur til þess sækja veikan ferðamann. Þá var brim í Fljótavíkinni til vandræða. En þá vildi svo til að nýlokið var að gera lendingaraðstöðu í fjörunni, plata var steypt og stoðveggur gerður til að koma í veg fyrir að brimið velti bátum og skapi þannig hættu.
Magnús Geir Helgason, einn sumarbústaðaeigenda í Fljótavík var staddur þar þegar varðskipið Þór var að sækja ferðamanninn. Hann segir að nýja aðstaðan hafi gert það þokkalega fært að koma gúmmibátnum að landi og að flytja sjúklinginn um borð. Án nýju aðstöðunnar hefði aðgerðir orðið mun erfiðari.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vor 4,5 milljóna króna styrk til Atlastaðir sumarhúsafélag – til að bæta lendingaraðstöðu í Fljótavík. Í geinargerð með styrkveitingunni segir að:
„Verkefnið felst í að fleyga í sundur steina í fjörunni, steypa plötu út í
stórstraumsfjöruborð, steypa stoðvegg ofan á plötuna og endurgera stíg frá
lendingarstað að slysavarnarskýli. Verkefnið eykur öryggi ferðamanna á staðnum til
muna og styrkir innviði.“
Segja má að styrkveitingin hafi þegar sannað gildi sitt. Magnús Geir segir að verkið sé lokið og að styrkurinn verði væntanlega greiddur út síðar á árinu.