Flateyri: skákmót á Bryggjukaffi

Keppendurnir í skákmóti Bryggjukaffis.

Á alþjóðadegi skákarinnar, sem var á laugardaginn, fór fram júlískákmótið á Bryggjukaffi á Flateyri.

Keppendur voru sex og tefldu allir við alla. Að keppni lokinni voru tveir efstir og jafnir, þeir  Huldar Breiðfjörð og Sigurður Hafberg. Var þá gripið til bráðabana til þess að fá fram úrslit og hafði Huldar Breiðfjörð betur.

Meðal keppenda var Valdimar Gíslason á Mýrum í Dýrafirði og sýnda þar að skák er hægt að stunda með góðum árangri fram eftir öllum aldri.

Alþjóðaskákdagurinn er haldinn 20. júlí ár hvert en þann dag 1924 var Alþjóðaskáksambandið, FIDE, stofnað í París og fagnaði því 95 ára afmæli á laugardaginn.

DEILA