Flateyri: gerður pallur og skjólgarður við ærslabelginn

Ærlsabelgurinn á Flateyri. Mynd: RUV.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt erindi frá Hverfisráði Önundarfjarðar um ráðstöfun framkvæmdafjár ársins. Til ráðstöfunar er 1,6 milljón króna og óskað var eftir því að gera timburpall og skjólvegg við ærslabelginn á Flateyri.

Stærð pallsins er áætlaður 5m X 5m og skjólgirðing í U eftir pallröndinni.

Miða er við að fengin verði verktaki í allt verkið og þá er kostnaðaráætlunin þannig:

Áætlaður kostnaður:
Eining           Verð              Samtals
Jarðvinna                        Heild           300.000,-          300.000,-
Pallur                              25m²            29.500,-          737.000,-
Skjólgirðing                     15m              40.000,-         600.000,-
1.637.000,-

DEILA