Fimm íbúðir seldar í Sindragötu 4a

Í síðustu viku staðfesti bæjarráð Ísafjarðarbæjar tilboð sem borist höfðu í þrjár íbúðir í nýbyggingunni a Sindragötu 4a. Í öllum tilvikum var boðið ásett verð. Tvær íbúðanna eru á 2. hæð og ein á þriðju hæð. Þá hefur sala á fjórum íbúðum verð samþykkt.  Að sögn Guðmundar Óla Tryggvasonar, lögfræðingar var gengið fram samningi í morgun um sölu á fimmtu íbúðinni. Í húsinu eru þrettán íbúðir. Gert er ráð fyrir að afhenda íbúðirnar um næstu áramót, vonandi 1. desember sagði Guðmundur Óli.

Íbúðirnar eru seldar tilbúnar en án gólfefna.

DEILA