Dýrafjarðardagar 2019 að hefjast

Í dag hefjast stórtónleikar í Bjarnaborg á Þingeyri frá kl. 18 og standa til kl. 01.

Nærgötum í kringum svæðið verður lokað af frá kl 16:00 og því engin bílaumferð inn á svæðið. Viljum benda fólki á bílastæði við björgunarsveitahúsið (Stefánsbúð), við félagsheimilið og frystihúss planið.

Ekkert vesen bara gleði !

Dagskrá Dýrafjarðardaga 2019

Föstudagur
16:00 – 18:00 „Happy Hour“ á Hótel Sandafelli
17:00-21:00 Fjöruperlur – Kristín Þórunn Helgadóttir verður með opna vinnustofu á Hafnarstræti 20
18 – 01 Stórtónleikar í Bjarnaborg- Aðgangur er ókeypis á tónleikana

Laugardagur
*10:00 – 17:00 Hoppkastalar blásnir upp
10:00-16:00 Fjöruperlur opin vinnustofa Hafnarstræti 20
*10:30 Galdraskóli Einars Mikaels töframans fyrir börn á aldrinum 6-12 ára
Á námskeiðinu læra börnin ótrúlega galdra og magnaðar sjónhverfingar. Þau fá innsýn inní hinn dularfulla heim töframanna. Þau læra undirstöðuatriði í töfrabrögðum, einfalda og skemmtilega spilagaldra, hugsanalestur og sjónhverfingar.
Námskeiðið veitir börnunum aukið sjálfstraust, styrkir mannleg samskipti og þau læra að gera ótrúlega hluti. Í lok námskeiðsins þá setja börnin upp sýningu ásamt Einari Mikael þar sem þau sýna afrakstur námskeiðsins.
*11:00 – 15:00 Opið hús í blábankanum, ljósmyndasýning Hauks Sigurðssonar og sölubásar.
*11:30 -13:00 Súpa í garði – íbúar eyrarinnar, brekkunnar og hlíðar töfra fram göróttar súpur fyrir gesti og gangandi.
*13:00 Víkingaskólinn – Gíslastöðum í Haukada
*13:30-16:00 Andlitsmálun fyrir börnin í tjöldum við Bjarnaborg
*14:00 Vestfjarðamótið í Kubba við Skálann
14:00-17:00 Sæþotur (Jetski) við smábátahöfnina – aldurstakmark 20 ára.
*14:00-17:00 Loftboltar á bakvið félagsheimiilið
*15:15-16:30 Skálinn opið hús
*16:00-17:00 Marhnútakeppni á höfninni
*19:00 Grillveisla á Víkingasvæðinu
*22:00 Lopapeysupartý í tjöldunum við Bjarnaborg

Sunnudagur
*10.00 – 16:00 Hoppkastalar
10:00-16:00 Fjöruperlur opin vinnustofa Hafnarstræti 20
*10:30 Gíslaganga í Haukadal og rabbabaragrautur með rjóma
*11:00 – 15:00 Opið hús í blábankanum, ljósmyndasýning Hauks Sigurðssonar og sölubásar.
*11:00 „Ó blessuð vertu sumarsól“ -Dúó Stemma – Tónleikahús fyrir yngstu börnin í Félagsheimilinu
*13:00 Einar Mikael Töframaður – töfrasýning í Félagsheimilinu. Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Töfrar og sjónhverfingar er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum nú er um að gera að nýta tækifærið og sjá Einar Mikael með öll sín bestu atriði.
*14:00 „Leiklist og list á Þingeyri.“ í Vertshúsi.
Elfar Logi Hannesson segir stuttlega frá leiklista og listalífi á Þingeyri í tilefni að bók um efnið er væntanleg er núna í haust. Leiklestur úr dýrfirsku leikriti og harmonikkuspil í bland við leik- og listasögur.
14:00-16:00 Andlistmálun fyrir börnin í tjöldunum
14:00 – 17:00 Kaffihaðborð á Hótel Sandafelli. Fullorðnir 1500,- 6 – 16 ára 750,- 67 ára og eldri 750,- Börn 5 ára og yngri 0,-
*17:00 Tónleikar í kirkjunni. Hátíðinni slitið að loknum tónleikum.

DEILA