Drangavíkurkortið: talaði ekki við neinn

Sigurgeir Skúlason, landfræðingur.

Sigurgeir Skúlason, landfræðingur sem gerði Drangavíkurkortið að beiðni Sifjar Konráðsdóttur, fyrrv. aðstoðarmanns umhverfisráðherra segir að hann hafi eingöngu stuðst við lýsingu í landamerkjabók Strandasýslu þegar hann dró upp línurnar á kortið. Hann hafi ekki rætt við neinn landeiganda. Sigurgeir segist hafa skoðað gögnin á vef Nytjalands og borið þau saman við sína niðurstöðu en ekki sé rétt að hann hafi dregið upp annað kort en það sem sýnt hefur verið.

Aðspurður að því hvað helst vísi honum á þau landamerki sem hann hefur dregið og eru frábrugðin öðrum kortum sem stuðst hefur verið við bæði við undirbúning Hvalárvirkjunar og kröfugerð ríkisins gagnvart Óbyggðanefnd um þjóðlendukröfu í Strandasýslu, sem lögð var fram fyrir skömmu,  svaraði Sigurgeir því til að Engjanesið ætti land til fjalls og að Eyvindarfjarðará sem ráði merkjum milli Engjaness og Ófeigsfjarðar til sjávar. Það segir Sigurgeir að þýði að lýsingin nái aðeins að Eyvindarfjarðarvatni. Ár sem renni í vatnið hafi engin nöfn.

Óvíst hvenær úrskurður kemur

Frá úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál fengust þau svör í dag að málið væri í fullri vinnslu og ekkert væri hægt að segja um það að svo stöddu hvenær úrskurðar sé að vænta.

Nefndin þarf að svara fyrst kröfu um stöðvun framkvæmda meðan kæran er til meðferðar hjá nefndinni og svo að afgreiðuna kæruna sjálfa. Því má vænta fyrst úrskurðar um framkvæmdastöðvunina, nema svo fari að kærunni verði vísað frá.

 

DEILA