Bolungavík: umhverfisátak til að fegra bæinn

Bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar hélt í gær í blíðviðrinu fund undir beru lofti á Hóli og í stað skipulagðrar umræðu undir stífum fundasköpum fór fram umhverfishreinsun og bæjarráðsmenn auk bæjarstjóra voru tímum saman að slíta upp kerfil. Þeir fetuðu þar í fótspor fjölmargra bæjarbúa sem hafa undanfarna daga lagt mikil á sig til þess að hreinsa bæinn af þessari óvelkomnu jurt. hefur bærinn tekið stakkaskiptum hvað þetta varðar.

Bókað var í fundagerðarbók bæjarráðs:

 Umhverfisátak Bolungarvíkur

Undanfarnar vikur hefur umhverfisátak í Bolungarvík staðið yfir. Þar hafa bæjarbúar gert stórkostlega hluti til að fegra bæinn og bæjarlandið. Virk samstaða bæjarbúa hefur verið með eindæmum og til eftirbreytni fyrir alla þá sem fylgst hafa með.

Bæjarráð Bolungarvíkur vill þakka öllum þeim sem komið hafa að umhverfisátakinu með einum eða öðrum þætt og styður heilshugar við átakið með því að nýta fundartíman í hinu fagra umhverfi Hólskirkju með því að reyta upp kerfil samhliða umræðum sem fram koma í þessari fundargerð.

Fulla ferð áfram, ekkert stopp!

DEILA