Um næstu helgi verður Markaðshelgin í Bolungavík. Upphaflega hófst þetta sem markaðsdagur á laugardegi en svo hefur bæst við og nú er dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags.
Markaðshelgin er fjölskylduhátíð sem haldin er fyrstu helgina í júlí með markaðstorgi, leiklistar- og tónlistaratriðum og leiktækjum fyrir krakka á öllum aldri.
Markaðsdagurinn sjálfur, sem er fyrsti laugardagurinn í júlí, er blanda af öflugu markaðstorgi, yfirgripsmikilli tónlistar- og fjölskylduskemmtun, auk fjölbreyttra leiktækja fyrir krakka á öllum aldri.
Að þessu sinni bætist við Tónlistarhátíðin Miðnætursól sem er afar áhugaverð. Fram koma Selvadore Rähni og úkranísk kammersveit Kyiv Soloists. Eru þar á ferð tónlistarmenn í hæsta gæðaflokki.