Bolungavík : Markaðshelgin 2019 hófst í góðu veðri

Markaðshelgin fór að stað fyrir alvöru í gærkvöldi með brekkusöng og báli. Í Félagsheimilinu var fyndnasti maður Vestfjarða og á eftir var slegið upp balli.

Í dag verður krakka Mýrarbolti, hoppukastalar og markaðstorgið við Félagsheimilið.

Þá heldur tónlistarhátíðin Miðnætursól áfram með tónleikum söngnemenda Maríu Ólafsd. Þá koma fram Dúó Stemma, Bríel Vagna og Einar Mikael töframaður lætur á sér kræla.

Þá verður myndlistarsýning og Elfar Logi verður með sýnungu sína um Einar Guðfinnsson og einnig verður sýningin um Dimmalimm. Annað kvöld verður svo Markaðsdansleikurinn.

Svo það verður nóg um að vera í Víkinni.

DEILA