Bolungavík: heilsugæslan flyst í gamla Sjúkraskýlið.

Heilsugæslan í Bolungavík fer aftur í þetta hús.

Ákveðið hefur verið að flytja heilsugæsluþjónustuna í Bolungavík í gamla Sjúkraskýlið. Ríkið hefur selt húsnæði heilsugæslunnar. Kaupandi var Bolungavíkurkaupstaður. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að eftir nokkrar tafir séu útboðsgögn loksins tilbúin og verða send út á næstu dögum. Verkið felst í að gera upp neðri hæð sjúkraskýlisins að Miðstræti 19. Þannig yrði heilsugæslan sambyggð hjúkrunarheimilinu Bergi og þjónustuíbúðunum í Hvíta húsinu.

Ekki liggur fyrir hvenær flutningarnir munu verða. Búið er að auglýsa útboðið og tilboð eiga að berast eigi síðar en 4. júlí.  Breyta á hluta kjallara hússins (um 180 m2 brúttó) og nýta sem heilsugæslu fyrir Bolungarvíkurkaupstað. Verklok eru 20. september.

DEILA