Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt minnisblað tæknideildar Bolungavíkurkaupstaðar með tillögum vegna vatnsveitu í norðurenda Völusteinstrætis. Samkvæmt minnisblaðinu þarf að endurnýja um 120 m langan kafla af gamalli járnvatnslögn og fráveitulögn sem liggja saman.
Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er 3,5 milljónir og er áætlaður
framkvæmdatími um tvær vikur.