Bolungavík: borgar ekki eingreiðsluna á morgun

Bolungavík. Mynd: Ásgeir Hólm.

Bolungavíkurkaupstaður mun ekki greiða félagsmönnum Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem vinna hjá sveitarfélaginu 105 þúsund króna eingreiðslu sem félagið hefur farið fram á. Bæjarráð Bolungavíkru ræddi málið á síðasta fundi sínum og í fundargerð er bókað:

„Bolungarvíkurkaupstaður er ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningagerð en umboð þess er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélagið er skuldbundið til að hlíta markmiðum og stefnu sambandsins í kjaramálum og þeim kjarasamningum sem sambandið gerir fyrir þess hönd.“

Deilan snýst um kröfu verkalýðsfélaganna um jöfnun lífeyrisréttinda milli félagsmanna sinna og opinberra starfsmanna. Samninganefnd sveitarfélaga vill ekki fallast á að greiða eingreiðsluna nema fallið sé frá kröfunni um jöfnun réttindanna.

Verkalýðs- og sjómannafélag Akraness klauf sig á dögunum frá öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins og samdi um eingreiðsluna og féll frá kröfunni um jöfnun lífeyrisréttindanna.

DEILA