allir stefna á Ófeigsfjörð

Vegabætur í Ingólfsfirði og Ófeigsfirði eru helsta fréttaefni í fjölmiðlum fyrir sunnan. Hafa andstæðingar Hvalárvirkjunar, svo sem Hrafn Jökulsson, haft uppi hótanir um að koma í veg fyrir vegabæturnar. Þá hefur sést herhvöt á netinu til umhverfissinna að stefna norður í Árneshrepp.

En svo má auðvitað vera að þeir sem þangað fara hafi annað í hyggju en Hvalárvirkjun.

Indriði á Skjaldfönn bendir á einn möguleika:

Nú er frítt um fósturjörð

ferðast hver sem getur.

Allir stefna í Ófeigsfjörð

ætla að hitta Pétur.

DEILA