2 mkr í rólóvöll á Suðureyri

Hverfisráð Súgandafjarðar hefur óskað eftir að nýta framkvæmdafé ársins 2019 í að halda
áfram með framkvæmdina í tengslum við lagfæringar á Sumarróló á Suðureyri. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fallist á óskina og verður allt að 2 milljónum króna varið til 2. áfanga endurbóta á vellinum í sumar.

Í fyrra var unninn fyrsti áfangi endurbótanna og meðal annars voru sett niður leiktæki,
malbikað og tyrft.

Verkið verður klárað í samtals 3-4 áföngum, allt eftir því hversu mikið fjármagn hverfisráðið sjálft aflar til verkefnisins. Fram kemur í minnisblaði starfandi bæjarstjóra að íbúi á Suðureyri hefur haft samband við hverfisráðið og vilji gefa tvö leiktæki.

DEILA