Vestfirðir á krossgötum : Kynninngarfundir með ráðamönnum

Vestfjarðastofa stóð fyrir kynningarfundi með alþingismönnum og alþingismönnum og fulltrúum í atvinnuvega-, samgöngu-, umhverfis og forsætisráðuneyti nýja sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun atvinnulífs- og mannlífs á Vestfjörðum í Iðnó í fyrradag eins og þá var greint frá á síðum Bæjarins besra.

Í fréttatilkynningu frá Vestfjarðastofu kemur fram að á  fundinum voru sviðsmynda- og innviðagreiningar verkfræðistofunnar Eflu og KPMG kynntar en þær ná fram til ársins 2035. „Tilgangur sviðsmyndagreiningar er að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða, greina helstu áhættuþætti sem geta staðið þróun svæðisins fyrir þrifum.  Sviðsmyndirnar sem settar eru fram sýna að atvinnu- og mannlíf svæðisins getur þróast í ólíkar áttir, allt eftir því hvaða ákvarðanir vera teknar og til hvaða aðgerða verður gripið á næstu árum.“

Um 20 þingmenn og embættismenn auk ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mættu á fundinn.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir fór í stórum dráttum yfir þau stóru og brýnu mál sem mikilvægt er að setja kraft til að tryggja samkeppnishæfni Vestfjarða sem eru uppbygging innviða, fiskeldi og möguleikar sem bjóðast með uppbyggingu Hringvegar 2.

Sævar Kristinsson kynnti sviðsmyndir Vestfjarða 2035 sem fengið hafa yfirskriftina Á krossgötum. Hann fór yfir vinnu við gerð sviðsmyndanna, þann fjölda fólks sem þeirri vinnu kom.  Sævar greindi frá umræðu og vali á drifkröftum fyrir sviðsmyndirnar þar sem annars vegar er viðhorf og athafnir stjórnvalda og hins vegar þekkingarstig svæðisins.  Að lokum fór Sævar yfir þær fjórar sviðsmyndir sem stillt hefur verið upp, Vestfirski þjóðgarðurinn, Aftur til fortíðar, Vestfirðir í sókn og Vestfirsk seigla.

Ólafur Árnason fór yfir vinnu við innviðagreiningu fyrir Vesturbyggð þar sem ítarlega var farið yfir þarfir atvinnulífs svæðisins núverandi og til framtíðar.

„Sviðsmyndir Vestfjarða draga fram mismunandi framtíðarsýn fyrir svæðið og fram kom á fundinum að mikilvægt væri að stilla ekki friðun og fiskeldi upp sem andstæðum pólum. Að draga þyrfti í framtíðarsýn svæðisins enn sterkar fram þá umhverfisáherslu sem svæðið hefur byggt á um langa hríð og endurspeglast í áherslu á fiskeldi og ferðaþjónustu sem tveimur meginstoðum atvinnulífs til viðbótar sjávarútveg. Fjórða stoðin er svo fyrirhugaðar virkjanir vatns og vinds sem ýtt geta undir frekari atvinnuuppbyggingu á svæðinu.“

DEILA