Veðurspá fyrir Ísafjörð næstu vikuna

Veðurvakin ehf , sem eru feðgarnir Sveinn Gauti Einarsson og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur , rekur spávefinn blika.is og keyrir spár fyrir allt landið í öflugum tölvum heima.  Einar segir að beitt sé gervigreind við spágerðina.  „Bætingin er ótrúleg fyrir Ísafjörð, en byrjuðum með stað við þröngan fjörð og há fjöll sem „trufla“ vindinn ogþar með hitann niðri við sjó“ að sögn Einars.

KALT Í NÆSTU VIKU – BREYTINGAR LÍKLEGAR NÆRRI 8.-9. JÚNÍ

þetta er spáin fyrir næstu viku á Ísafirði.

Klárlega kalt um helgina og áfram í næstu viku, sérsteklega fyrir norðan. Lítil framvinda gróðurs. Ekki hjálpar til að úrkoma hefur verið lítil nú í nokkrar vikur. Snjóar lítillega eða slydda norðan og noraðustanlands á þriðjudag og miðvikudag skv. nýjustu spám.

Straumhvörp í veðurhringrásinni gætu orðið 8. til 9. júní, þ.e. um hvítasunnuhelgina. bandaríski veðurfræðingurinn Judah Cohen sem liggur í langtímaspám orðaðii það þannig í fyrradag, að alveg sama hveð væri -veðrið og spárnar enda alltaf með fyrirstöðuhæð yfir Skandinavíu.

DEILA