Vávest minnir á ábyrgð þeirra sem selja áfengi og tóbak

Vá-Vest beitir sér gegn auknu aðgengi að áfengi.

Vá-Vest hópurinn, sem um árabil hefur starfað að forvörnum, hefur sent út bréf til þeirra sem hafa leyfi til að selja áfengi og tóbak  á norðanverðum Vestfjörðum og minnt þá á ábyrgð þeirra.

Bréfið er svohljóðandi:

Vá-Vest hefur um langt árabil sinnt forvömum i þremur sveitarfélögum, þ.e. ísafjarðarbæ,
Bolungaríkurkaupstað og Súðavíkurhreppi. Sveitarfélögin hafa árlega lagt Vá-Vest til
fjármagn vegna þessarar forvamarvinnu.

VáVest hefur lagt mikla áherslu á að fylgjast með líðan og velferð barna og ungmenna með því að kaupa rannsókn frá fy’rirtekinu Rannsókn & greiningu sem skoðar líðan og hagi bama frá 8. bekk. Á  grundvelli niðurstaðna hefur VáVest boðið upp 6 fyrirlestra, mánskeiðd og viðtöl. Jaftframt er unnið med unglingum i sjálfstyrkingu með eflingu sjálfsmyndar og
sjálfstrausts þeirra að leiðarljósi.

Til þess að sern best megi ganga með að ala upp einstaklinga með heilbrigða lífssýn, öfluga sjálfsmynd og gott sjálfstraust þurfa margir að koma að málum. Samfélagsleg ábyrgð okkar allra liggur í að veita æskunni eins gott atlæti og okkur er mögulegt.
Því  er þetta bréf ritað til að minna ykkur, sern hafið leyfi til þess að selja tóbak og rafsígarettur á  þessa samfélagslegu ábyrgð. Að selja ekki bami tóbak eða rafsígarettur og að sjá til þess að aldrei sé bam við afgreiðslu á slíku.

Það er von okkar, sem stöndum að VáVest, að við getum öll tekið saman höndum og tryggt
börnunum okkar öryggi, vellíðan, gott atlæti og aðhald – þess sem börn þarfnast.
Bætum samfélagið saman.

Með bestu kveðjum og þakklæti

Hlynur H. Snorrason
Benedikt Sigurðsson
Margrét Geirsdóttir
Margrét Halldórsdóttir
Stella Hjaltadóttir

Hlynur Snorrason er einn þeirra sem starfa í forvarnarhópnum Vá-Vest.
DEILA