Ungmennaráð Bolungavíkur vill plokka og ræðir loftslagsmál

Nýlega var skipað í ungmennaráð Bolungavíkur og ráðið koma saman í síðustu viku til síns fyrsta fundar.  Í ráðinu sitja fimm ungmenni. Það eru þau Alexandra Jóhannsdóttir, Írís Embla Stefánsdóttir, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Stefanía Silfá Sigurðardóttir og Svanhildur Helgadóttir. Formaður er Svanhildur Helgadóttir og Stefanía Silfá er ritari.

Á fyrsta fundinum voru umhverfismál í margvíslegum skilningi alls ráðandi.

Rætt var um að að auka skógrækt í Bolungarvík og auka gróðursetningu í Bernódusarlundi. Matjurtir og grænmeti voru líka á dagskránni og bókað var:

„Rætt um að bjóða upp á matjurtagarða og gróðurhús fyrir almenning til ræktunar matjurta, kryddjurta og grænmetis. Ennfremur gæti grunnskólinn verið með verkefni í ræktun matvæla.“

Hraðhleðslustöð

Ráðið vill halda viðburð þar sem ungmenni koma saman og plokka og í lokin yrði hátíð í
íþróttahúsinu. Ráðið vil deila upplýsingum á netinu um umhverfismál eins og fyrirlestrum, þá vilja þau fjölga ruslatunnum í bænum og ráðið hvetur bæjarstjóra til að gangast fyrir því að hraðhleðslustöð fyrir rafbíla verði sett upp í Bolungarvík. Loks stingur ráðið upp á því að nota einnota borðbúnaðar við hátíðarhöld bæjarins.

DEILA