Tunnulestin fellur undir reglugerðir um leiktæki

Guðjón Einarsson hjá vinnuvélasviði Vinnueftirlits ríkisins telur að tunnulestin í Bolungavík þurfi að uppfylla reglugerðir um vélknúin leiktæki nr 151/2015 og um vélar og tæknilegan búnað nr 1005/2009. Guðjón segir að litið sé á lestina og það sem dregur hana áfram sem eina heild. Sé dráttarvagninn t.d. sexhjól þá er það skilgreint sem ökutæki og ákvæði þeirra laga eiga við um alla lestina. Sé lestin dregin áfram af t.d. litlum golfbíl þá ræðst það af stærð vélar hvaða réttindi ökumaður þarf. Framleiði vélin meira en 15 kwött þarf vinnuvélaréttindi.

Guðjón sagðist mæla með að þeir sem huga að smíði slíkra lesta fyrir börn snúi sér til Vinnueftirlis ríksins, tæknideild og fái aðstoð og ráðgjöf um smíðina.

DEILA