Þingmenn VG: Hvalá er í nýtingarflokki

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm og Sigríður Gísladóttir, fundarstjóri.

Þingmenn Vinstri grænna voru spurðir um afstöðu sína til Hvalárvirkjunar á opnum fundi sem þeir héldu á Ísafirði síðastliðinn laugardag.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm Norðvesturkjördæmis sagði ekki rétt að vera með stórar yfirlýsingar. En vísaði til forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna sem hefur bent á að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki og standa eigi vörð um þá niðurstöðu Rammaáætlunar. Lilja Rafney vildi að orkan nýttist á Vestfjörðum.

Ari Trausti Guðmundsson, alþm í Suðurkjördæmi sagði að búið væri að gefa út framkvæmdaleyfi og það yrði skrýtið ef Umhverfisráðherra færi að gera sérstakar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að virkjunaráformin næðu fram að ganga.

Kolbeinn Óttarsson Proppe sagði um Hvalárvirkjun að ekki ætti að fara í frekari virkjun fallvatna fyrr en fyrir lægi opinber stefna um að gera Ísland kolefnishlutlaust.

DEILA