Þ-H leið: samþykkt að auglýsa aðaskipulagstillöguna

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkt á fundi sínum í gær að auglýsa aðalskipulagstillöguna fyrir Vestfjarðaveg 60 sem gerir ráð fyrir veglinunni Þ-H leið.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri sagðist gera ráð fyrir að tillagan færi í auglýsingu eftir helgina og athugasemdafrestur verður 8 vikur. Framhald málsins verður þannig, að sögn Tryggva, að sveitarstjórn fer yfir athugasemdir ef einhverjar verða og svarar þeim eftir atvikum og samþykkir svo aðalskipulagsbreytinguna formlega. Að því loknu verður hægt að sækja um framkvæmdaleyfi til  sveitarstjórnar fyrir vegagerðinni.

Tryggvi Harðarson sagði að sveitarstjórnin hafi samþykkt þ-H leiðina efnislega á fundi þann 11. janúar 2019, en aðeins er bókað  í gær : „Sveitarstjóra falið að auglýsa tillöguna og að athugasemdafrestur verði 8 vikur.“

 

 

 

DEILA