Strandabyggð veitir styrki

Mynd af vefsíðu Strandabyggðar.

Sveitarfélagið Strandabyggð gekk í síðustu viku frá samningum við félagasamtök um styrkveitingar til þeirra.

Þau helstu eru Galdrasafnið, sem rekur auk þess upplýsingamiðstöð Sauðfjársetur á Ströndum sem fær 850 þúsund króna styrk, Leikfélag Hólmavíkur 350 þús kr., Héraðssamband Strandamanna 250 þúsund kr., Skíðafélag Strandamanna 230 þúsund kr., Golfklúbb Hólmavíkur fær 250 þúsund kr, Ungmennafélagið Geislinn fær 285 þúsund króna styrk  og Björgunarsveitin Dagrenning fær 600 þúsund krónur í styrk frá sveitarfélaginu á þessu ári.

DEILA