Karl Brynjólfsson, einn eigenda West Seafood á Flateyri segir að bátur fyrirtækisins Jóhanna G ÍS 56 hafi orðið fyrir stórtjóni vegna þess „að viðgerð frá Rafskauti og Ásco var ekki rétt gerð.“
Dregin í land
Karl segir í síðustu viku í tölvubréfi til Bæjarins besta að „Allir björguðust um borð þegar slysið gerðist en báturinn var við veiðar stutt frá Patreksfirði þegar slysið gerðist. Báturinn var dreginn í land af Landhelgisgæslunni, viðgerð stóð yfir í um mánuð sem hefur kostað okkur margar milljónir að gera við. Í dag er báturinn á strandveiðum og er að veiða.“