Startup Westfjords er nýsköpunardvöl fyrir frumkvöðla.
Markmiðið er að gefa frumkvöðlum færi á að kúpla sig út og einbeita sér að eigin verkefnum í samfélagi annarra frumkvöðla og leiðbeinenda.
Leiðbeinendur koma frá Íslandsstofu, Poppins & Partners, Icelandic Startups og Kerecis.
Kerecis, Arctic Fish, KPMG og uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkja.
Blábankinn er frumkvöðlamiðstöð, og er staðsettur í fyrrum bankabyggingu á Þingeyri. Frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum er boðið í nýsköpunardvöl á Vestfjörðum í september.
Valdir umsækjendur fá vinnu- og gistiaðstöðu í nokkrar vikur og leiðbeinendur frá stuðningsumhverfi nýsköpunar halda fyrirlestra og vinna persónulega með hverjum og einum þátttakanda.
Frumkvöðlar og sprotar allsstaðar að, innan Vestfjarða sem og annarsstaðar frá, er boðið að sækja um þátttöku á www.startupwestfjords.is. Frestur til að sækja um rennur út 25. júní næstkomandi. Nú þegar hafa fjölda umsókna borist, meðal þess sem stendur til að vinna með á Þingeyri er visttækni, bálkeðjur og smáforrit.