Sindragata: íbúðir í sölu á næstu dögum

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi vonast eftir því að íbúðirnar þrettán sem eru í byggingu á Wardstúni ( Sindragötu 4) fari í sölu á næstu dögum. Ísafjarðarbær stendur fyrir byggingunni fyrir eigin reikning og hyggst selja íbúðirnar. Marzellíus segirst vera bjartsýnn á að söluverðið standi undir byggingarkostnaði. „Við vissum þegar farið var af stað að það var áhætta og hluti af kostnaði gat fallið á bæjarsjóð ef íbúðaverðið væri of lágt. En íbúðaverð hefur hækkað gríðarlega og ég er mjög bjartsýnn“ segir Marzellíus  og bætti því við þegar hefði borist margar fyrirspurnir. Miðað er við að framkvæmdum verði lokið fyrir áramót. Húsið er á þremur hæðum og eru 5 íbúðir á 1. og 2. hæð hvorri um sig en 3 íbúðir á efstu hæðinni.

DEILA