Reykhólahreppur: afgreiðslu Þ-H vegar frestast

Sveitarstjórn Reykhólahrepps afgreiddi ekki aðalskipulagstillögu vegna Vestfjarðarvegar á fundi sínum í vikunni eins og búist var við. Skipulags, – hafnar- og húsnæðisnefnd tók málið fyrir í síðustu viku, þann 31. maí og þar voru lögð fram  drög að aðalskipulagstillögu vegna Vestfjarðavegar (60) frá Bjarkalundi að Skálanesi. Bókaði nefndin að verið væri að leggja lokahönd á tillöguna en stefnt að því að klára málið fyrir miðjan júnímánuð.

Aukafundur sveitarstjórnar verður haldinn fimmtudaginn 13. júní nk.

DEILA