Skráning er hafin á næsta púkamót á Ísafirði, sem verður haldið síðustu helgi í júní. Að sögn Haraldar Leifssonar fer skráning vel af stað og stefnir á góða mætingu. Skráning fer fram á pukamot.is.
Dagskrá Púkamótsins 2019.
Föstudagurinn 28. júní:
Kl 17:30 verður vítaspyrnukeppni á milli 40-50 ára, 50-60 ára og 60 ára plús. Um kvöldið (19:30) verður hamborgaraveisla í Húsinu eða annað útgáfuteiti í Skíðaskálanum í Tungudal í tengslum við útgáfu á bókinni um sögu ísfirskrar knattspyrnu, Siggi gæti lesa aftur upp úr bókinni og boðið verður upp á frábæran pinnamat og hægt verður að kaupa drykki 😊
En þetta verur nú frekar óformlegt allt saman og vonandi mun veðrið leika við okkur og við ætlum bara að eiga gott kvöld saman.
Laugardagurinn 29. júní:
Púkamótið hefst kl. 13:30 á laugardaginn og lýkur því um klukkan 17. Um kvöldið kl 19:30 í húsi Frímúrara verður afhending verðlauna Púkamótsins 2019, vítaspyrnukóngar, prúðasti leikmaðurinn, besti leikmaðurinn, besti markmaðurinn og púkameistarar og eða við verðum í Skíðskálanum og höfum þetta bara óformlegt og létt og fáum kannski Rúnar Þórs Péturssonar til að sjá um fjörið.