Norðurlandamótið í körfu: tveir sigrar á Svíum

Úr leik U16 liðs drengja gegn Svíum í dag. Mynd: Karfan.is.

Unglingalandsliðin U16 og U18 bði í drengja og stúlkna liðum kepptu við Svía á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.

Drengjaliðin unnu sína leiki en stúlknaliðin töpuðu.

U16 drengjaliðið vann sinn leik nokkuð örugglega 75:59. Friðrik Heiðar Vignisson, Vestra  lék í tæpar 6 mínútur og skoraði 2 stig.

U18 lið drengja vann einnig sinn leik örugglega 78:53. Bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir, Vestra léku báðir. Hugi lék í nærri 27 mínútur, gerði 6 stig og tók 5 fráköld. Hilmir lék í 7:28 mínúti, skoraði 2 stig og tók eitt frákast.

Á morgun leika íslensku liðin gegn dönsku liðunum.

DEILA