Norðurlandamótið: Einn sigur gegn Dönum

Í gær léku unglingalandsliðin gegn Dönum. Aðein einn sigur fékkst úr fjórum leikjum.

Það var U18 drengjaliðið sem vann 82:72.  Sigurinn vannst fyrst og fremst vegna góðrar frammistöðu í 2. leikhluta. Hugi Hallgrímmson lék í 31 mínútu, gerði 6 stig, tókj 6 fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hilmir Hallgrímsson lék nærri 10 mín, gerði 2 stig og tók eitt frákast.

U16 lið drengja tapaði 58:87. Friðrik Heiðar Vignisson lék rúmar 14 mínútur, gerði 8 stig og tók 2 fráköst.

U16 stúlkna tapaði 64:72 í nokkuð jöfnum leik. Helena Haraldsdóttir lék rúmar 3 mínútur.

U18 lið stúlkna mátti þola mikið tap 41:101 gegn danska liðinu.

Í dag leika íslensku liðin gegn liðum frá Eistlandi.

DEILA