Mörg dæmi um barnalestir

Lestin sem notuð var á sjómannadaginn í Bolungavik í fyrra. Mynd: Sigríður Línberg Runólfsdóttir.

Mörg dæmi eru til um að barnalestir hafi verið starfræktar börnum til skemmtunar á tyllidögum. Eitt dæmið er frá sveitarfélaginu Garði þar sem lest var í gangi á þjóðhátíðardaginn.

Bílalest í Garðinum á sautjánda júní.

Annað dæmi er frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík. Þar hefur rafknúin lest verið í noktun um langt árabil og er enn. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri segir að Vinnumálstofnun ríkisins taki tækið út og veiti leyfi fyrir notkun þess. Sú lest er aðeins notuð innan afmarkaðs svæðis og fer ekki út á götur. Þorkell segir að vissulega hafi orðið slys þótt um hægfara tæki sé að ræða en það hefur ekki leitt til þess að notkun hafi verið bönnuð.

 

Lestin í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

 

Þá hefur Fornbílaklúbburinn verið með slíka lest á landsmótum sínum auglýsta fyrir börn. Bjarni Þorgilsson, nýkjörinn , formaður klúbbsins vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar haft var samband við hann.

DEILA