Maraþonboðhlaup Riddara Rósu í dag

Riddarar Rósu ætla að efna til maraþonboðhlaups til styrktar fjölskyldu Kolbeins Einarssonar, en hann lést fyrir skömmu úr krabbameini  og vonast þeir til þess  að bæjarbúar mæti og styðji við bakið á þeim á þessum erfiðu tímum.

Hlaupið hefst á planinu við stjórnsýsluhúsið á Ísafirði klukkan 18.00 fimmtudaginn 6. júní nk. Skráning verður á staðnum frá klukkan 17.00
Líkt og áður verður hlaupinn 3 km hringur og geta verið 1-7 í liði en heildarvegalengd liðs er 21 km. Ef að hópar vilja ganga/hlaupa saman þá er það í góðu lagi, aðalatriðið er að mæta og taka þátt.

Verð á mann er 2000 kr en auk þess eru frjáls framlög vel þegin…athugið að við erum ekki með posa

Drykkir og léttar veitingar á staðnum eftir hlaup

Sameinumst nú öll og styðjum við bakið á Írisi og Önnu á þessum erfiðu tímum

Fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni en komast ekki á staðinn þá er hægt að leggja inn á reikning Riddara Rósu:

kt. 500605-1700
rkn. 0556-14-602621

DEILA