Málþing um tungumálatöfra í dag á Hrafnseyri

Vaida Bražiunaite er frá Litháen og er verkefnastjóri Tungumálatöfra. Hún rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og hefur mikinn áhuga á íslenska tungumálinu. Mynd: Sólrún Freyja Sen

Tungumálatöfrar er námskeið sem hefur verið haldið árlega frá árinu 2017 á Ísafirði. Í dag verður haldið málþing á Hrafnseyri um framtíð námskeiðsins og hvort það eigi rétt á sér víðar á landinu.

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, opnaði málþingið. Síðan taka til máls leikir og
lærðir á sviði fjölmenningar og fjöltyngis. Málþingið er styrkt af prófessorsembætti Jóns
Sigurðssonar og er haldið í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Fjölmenningarsetur.

Tungumálatöfrar eru ætlaðir börnum 5-11 ára með það að markmiði að efla íslenskukunnáttu þeirra. Áhersla í kennslu er lögð á listsköpun og leik sem hefur gefið góða raun. Kennarar leiða börnin í gegnum æfingar sem sem efla málvitund þeirra og lagt er upp með æfingar sem styrkja sjálfsmynd þeirra.

Tungumálatöfrar, sem í ár fara fram dagana 5.-10. ágúst, eru haldnir með stuðningi
Ísafjarðarbæjar og Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Námskeiðið fer fram í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði.

DEILA