knattspyrna: Vestri á heimaleik á laugardaginn

Laugardaginn 22. Júní tekur Vestri á móti Dalvík/Reyni. leikið verður á Torfnesvellinum á Ísafirði. Vestrastrákarnir hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í deildinni og stefnan er að sjálfsögðu að halda því áfram. Fjölmennum á völlinn og styðjum strákana til sigurs!
Vestri er nú í 5. sæti í 2. deildinni með 12 stig eftir góða sigra að undanförnu og eru aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Selfoss. Sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis á Árskógsströnd er skammt undan Vestra með 10 stig og eru greinilega sýnd veiði en ekki gefin.
Leikið verður á Olísvellinum og hefjast leikar kl 14:00. Miðaverð er 1500kr en frítt er á völlinn fyrir 16 ára og yngri.
Áfram Vestri!
DEILA