Ísafjörður: sól á morgun og þriðjudag

Vefurinn blika.is sem veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson birtir veðurspá fyrir næstu daga fyrir nokkra staði á landinu. Spá hans fyrir Ísafjörð er sól verði að nokkru á morgun og alveg heiðskírt á þriðjudaginn. Hitastigið er ekki hátt aðeins 8 – 9 gráður þessa daga. Spáð er að það hlýni á miðvikudaginn og verði 12 gráðu hiti, kólni aftur fimmtudag og föstudag, en þá verði aftur glaðasólskin án þess þó að hlýni í veðri.

DEILA